Fimmtudaginn 20. mars kl. 12.10 heldur grafíski hönnuðurinn Lance Wyman erindið A Design Career í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.
Lance Wyman er bandarískur hönnuður, sennilega þekktastur hér á landi fyrir útlit sumarólympíuleikanna í Mexíco 1968. Hann hefur hannað fjölda af þekktum merkjum m.a. fyrir söfn, stofnanir og byggingar ásamt öðrum verkum.
Lance Wyman hefur kennt við Parsons School of Design í New York frá árinu 1973. Hann mun tala um fyrrihluta feril síns og önnur mikilvæg verkefni sem hann hefur unnið að á löngum ferli.
Lance Wyman er á Íslandi í boði Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands þar sem hann er gestakennari við grafíska hönnun.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.