Fyrirlestrar

SmallTalks | John Wood í HörpuJohn Wood er heiðursprófessor í hönnun við Goldsmith University í London, sem er einn virtasti hönnunarskólinn í Evrópu. Þar kennir hann við MA deildina Designs Futures – sem hann tók einnig þátt í að stofna. Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar og Listaháskóla Íslands í Kaldalóni, Hörpu, þann 9. september kl. 20:00, mun John fjalla um hlutverk hönnuða í samtímanum og hugtakið ‘metadesign’.


John Wood á að baki langan og farsælan feril sem hönnuður og listamaður, en einnig sem meðlimur í költ hljómsveitinni Deaf School. Hann aðhyllist nýja nálgun við hönnun sem kallast ‘metadesign’, en hún snýst um að endurhugsa hlutverk hönnuða og endurhanna hönnun (e.redesign design). ‘Metadesign’ er hugmyndafræðilegur rammi sem nýta má til að skilgreina og móta félagslega-, efnahagslega- og tæknilegra innviði, sem knýja fram nýjar leiðir í samstarfi og hönnun.

Kerfið samanstendur af hagnýtum og hönnunartengdum verkfærum sem auðvelda samstarfið. Markmið aðferðafræðinnar er að hlúa að möguleikum eða framtíðarhorfum sem áður voru talin óhugsandi. Horft er til þess hvernig lífkerfi virka og er þessu nýja sviði ætlað að bæta það hvernig við borðum, klæðum okkur, búum, tjáum okkur og lifum saman.John Wood

John er skemmtilegur fyrirlesari sem ferðast viðstöðulaust um heiminn til að aðstoða skóla, fyrirtæki og fólk við að móta hlutverk hönnunar og framtíðarsýn um hönnun.

Viðburður á facebook

SmallTalks er fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands, í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Hörpu. Markmiðið er að halda uppi líflegri umræðu um það sem helst er að gerast á sviði hönnunar og arkitektúr, en þar kynna hönnuðir og arkitektar verkefni sín auk þess sem málefni líðand stundar er varða hönnuði og arkitekta eru tekin fyrir. Frítt inn og allir velkomnir.