Fyrirlestrar

Fyrirlestur | Goddur




Goddur - Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við LHÍ heldur fyrirlestur í Opna listaháskólanum þriðjudaginn 22. nóvember kl.12:05 í Skipholti 1, stofu 113.


Goddur talar um og sýnir myndir frá þáttöku sinni á tveimur sýningum annars vegar íslensku hönnunarsýningu - Cutting Edge - sem haldin var í tengslum við bókamessuna í Frankfurt núna í haust og svo einkasýningu á veggspjöldum á hönnunarhátíð í Peking sem haldin var dagana 26. september til 3. október 2011.

Hönnunarvikan í Peking (e. Beijing Design Week) hefur náð að skipa sér nokkra sérstöðu sem einstakur viðburður á sínu sviði í Kína og er haldin þegar allur almenningur er í fríum. Sýningin fór fram í listamannahverfinu 751 í Peking. Þar sýndi Goddur 32 veggspjöld.

Allir velkomnir