Fyrirlestrar

Föstudagserindi | Hönnunarvernd, vörumerki og einkaleyfi



Toppstöðin
Föstudagur 30. apríl kl. 12
Hönnunarvernd, vörumerki og einkaleyfi – stefnumót með Einkaleyfastofu

 
Næstkomandi föstudag munu þær Ásdís Kristmundsdóttir og Þóranna Gunnarsdóttir frá Einkaleyfastofu standa fyrir kynningu á skráningu einkaleyfa, hönnunarvernd  og vörumerkjaskráningu í Toppstöðinni að Rafstöðvarvegi 4.
Við hvetjum hönnuði og frumkvöðla til að mæta og kynna sér betur þá þjónustu og aðstoð sem Einkaleyfastofa getur veitt aðilum úr hönnunar- og framleiðslugeiranum á leið þeirra á markað með nýjar vörur. Að loknu erindinu verða umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir.
 
www.toppstodin.is