Fyrirlestrar

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Endurunnar minningarMiðvikudaginn 14. október kl. 12.10 heldur Friðrik Steinn Friðriksson erindið Endurunnar minningar í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Friðrik Steinn útskrifaðist úr vöruhönnunardeild árið 2011 og hóf strax framhaldsnám í Experience Design við Konstfack í Stokkhólmi, sem hann lauk vorið 2013. Síðan þá hefur hann unnið að ýmsum hönnunarverkefnum. Friðrik Steinn hefur verið stundarkennari við LHÍ síðan haustið 2014.

Friðrik Steinn mun fjalla um lokaverkefni sitt við Konstfack, Endurunnar minningar. Í verkefninu rannsakaði hann endurlit (flashback) og skoðaði ólíkar birtingarmyndir þess þegar skynjanir endurkalla ósjálfráðar minningar. Friðrik gerði einnig tilraunir til að endurvinna minningar með því að endurskapa skynjanir tengdar minningum viðmælenda sinna.

Vefsíða Friðriks Steins
Viðburður á facebook