Fyrirlestrar

Stefan Marbach hjá Herzog & de Meuron í Norræna húsinu
Þriðjudaginn 24. apríl gefst einstakt tækifæri til að hlýða á arkitektinn Stefan Marbach, einn aðaleiganda svissnesku arkitektastofunnar Herzog & de Meuron, flytja fyrirlestur og veita innsýn í valin verkefni.

Stofnendur stofunnar,  Jacques Herzog og Pierre de Meuron, hlutu hin virtu Pritzker verðlaun árið 2001 en Stefan Marbach hefur starfað með þeim í rúman aldarfjórðung og verið einn aðaleigandi stofunnar frá árinu 2009. Hann stýrir stórum og fjölbreyttum verkefnum í Sviss, Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð, Rússlandi, Japan og Kína. Meðal þekktra verkefna sem hann hefur leitt er Ólympíuleikvangurinn í Peking, Kína (2008) og Nýi íþróttaleikvangurinn í Bordeaux, Frakklandi (2015).

Stefan Marbach er hér á landi til þess að dæma lokaverkefni BA nemenda í arkitektúr við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, sem stendur fyrir fyrirlestrinum í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, Hönnunarmiðstöð og SAMARK.Fyrirlesturinn verður í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Nánar um Herzog & de Meuron hér.

Viðburður á Facebook