Grafíski hönnuðurinn Lajos Major segir frá hugmyndum sínum og verkefnum í hádegisfyrirlestri Opna Listaháskólans föstudaginn 5. mars kl.12:05, Skipholti 1, stofu 113.
Lajos Major er ungverskur myndlistarmaður sem hefur unnið mikið með mörk stafrófsins, ljósmyndir og leturgerð. Hann hefur verið í forsvari fyrir hóp [s=eee] sem gengur út á þetta og er orðið alþjóðlegt verkefni hjá hönnuðum í Frakklandi, Danmörk, Þýskalandi og Englandi. Lajos Major er doktorsnemi við Károly Eszterházy College of Eger í Ungverjalandi. Hann er nú í rannsóknarleyfi við hönnunar og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.
Fyrirlesturinn er á ensku og eru allir velkomnir.
http://www.s-eee.com
http://www.lajosmajor.com