Fyrirlestrar

Málþing | Betri byggð - frá óvissu til árangurs

Málþing á Grand Hótel Reykjavík

Fimmtudaginn 11. nóvember 2010, klukkan 9 – 17.


BETRI BYGGЗFRÁ ÓVISSU TIL ÁRANGURS


Tekið verður við skráningum á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, á vef félagsins www.ai.is , í síma 551 1465 og á netfanginu ai@ai.is.

Innritun á staðnum klukkan 8:00—8:50 og málþingið hefst stundvíslega klukkan 9:00.

Vænst er mikillar þátttöku og því mikilvægt að skrá sig tímanlega. Ráðstefnugjald er 6000 krónur sem greiðist við skráningu. Innifalið er hádegisverður og hressing í hléum.

  • Finnski arkitektinn Vesa Juola verður sérstakur gestur á málþinginu og dagskráin er fjölbreytt og efnismikil.
  • Fundarstjórn er í höndum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, forseta borgarstjórnar og Hjálmars Sveinssonar, stjórnarformanns Faxaflóahafna.
  • Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, flytur ávarp.
  • Erindi flytja þau Halla Tómasdóttir, Ríkharður Kristjánsson, Guðmundur R. Árnason, Guðjón Steinsson, Bjarni Már Gylfason, Vesa Jupola, Salvör Nordal, Guðmundur Andri Thorsson, Kristín Þorleifsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Friðrik Ágúst Ólafsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Halldóra Vífilsdóttir og Hrólfur Karl Cela.

Að ráðstefnunni standa Arkitektafélag Íslands, Byggingafræðingafélag Íslands, Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, Félag byggingafulltrúa, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Meistarasamband byggingamanna, Samtök iðnaðarins, Skipulagsfræðingafélag Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands.

Nánari dagskrá er að finna hér.