Greinar um íslenska hönnun

24. desember 2013

Hönnun er lykilatriði í nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra

Yfir 200 umsóknir bárust fyrir fyrstu úthlutun hönnunarsjóðs og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjámagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Grein um mikilvægi samkeppnissjóðs fyrir hönnuði eftir Höllu Helgadóttur, framkvæmdarstjóra Hönnunarmiðstöðvar sem birtist í Fréttablaðinu 24. desember 2013. .
12. desember 2013

Grein | Íslensk hönnun, handverk eða föndur?

Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um notkun þjóðfána Íslendinga á íslenskum vörum. Í frumvarpinu er hönnun, handverki og jafnvel föndri ruglað saman eins og er nokkuð algengt hér á landi. Halla Helgadóttir framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar skrifaði grein um málið sem birtist í Fréttablaðinu 12. desember 2013. .
11. október 2013

Umfjöllun | Hindranir og tækifæri fatahönnuða á Íslandi

Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 10. okóber 2013 er fjallað um fatahönnunargeirann á Íslandi. Þar má finna áhugaverð viðtöl við Hugrúnu í KronKron, Laufeyu Jónsdóttur, formann Fatahönnunarfélags Íslands og Elínrósu Líndal. .
11. október 2013

Íslenskri hönnun gerð prýðileg skil í finnsku hönnunartímariti

Út var að koma nýasta tölublað Glorian Koti í Finlandi en það er eitt helsta heimilis- og innréttingablað landsins. Í blaðinu er stór umfjöllun um HönnunarMars og íslenska hönnun en ritstjóri blaðsins, Kari-Otso Nevaluoma var hér á landi í boði Hönnunarmiðstöðvar meðan á hátíðinni stóð. .
01. október 2013

Grein | Björg í bú

„Fjármagn hönnunarsjóðs árið 2013 er tryggt. Framtíðarhorfur sjóðsins eru óræðari en munu skýrast þegar fjárlög verða samþykkt á haustþingi. Þar mun reyna á samvinnu þingflokka. Hönnunargeirinn ber þverfaglegri samvinnu gott vitni. Vonandi er að vel takist til á Alþingi í ár.“

Grein eftir Ólaf Mathiesen arkitekt og formann stjórnar hönnunarsjóðs. Birtist í Fréttablaðinu 1. október 2013, bls. 14. .
08. júlí 2013

Hvað ert þú að hanna?

„Hönnunarhugsun ýtir undir nýsköpun, ögrar norminu, horfir til framtíðar og bætir tækni og ferla. 

Flestir meðvitaðir stjórnendur gera sér vel grein fyrir þessu og nýta sér hönnunarhæfileika í sínum rekstri. Þeir skilja að viðskiptaumhverfi samtímans væri einfaldlega ekki það sem það er nú án tilkomu hönnunar.“

Grein eftir Maríu Lovísu Árnadóttur sem birtist í  Markaðsblaði Fréttablaðsins 12. júní 2013. .
04. desember 2012

Stuðningur við íslenska hönnun

„Hönnun hefur um langa hríð átt undir högg að sækja þegar kemur að stuðningi hins opinbera. Helgast það annars vegar af því að hönnun er afskaplega víðfermt hugtak, þar sem hönnuðir vinna sjálfstætt að mjög fjölbreyttum verkefnum, hins vegar vegna þess að stjórnvöld hafa tilhneigingu til að styðja það sem þekkt er og hefur verið gert áður. Því hefur stuðningur við skapandi greinar aðallega snúið að bókmenntum, leiklist, kvikmyndagerð og tónlist.“

Haukur Már Hauksson, stjórnarformaður Hönnunarmiðstöðvar Íslands, skrifar um menningarlegt og hagrænt mikilvægi hönnunar í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. desember 2012. .
04. desember 2012

Skapandi greinar, menntun og rannsóknir

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir forstöðumaður rannsóknaþjónustu Listaháskóla Íslands , skrifar um skapandi greinar, menntun og rannsóknir í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. desember 2012. .
20. september 2012

Tímaritið Arkitektúr 2012

Í nýútkomnu tölublaði Arkitektúrs er komið víða við. Skyggnst er inn í almenningsrými Reykjavíkur þar sem sjónum er bæði beint að byggingum og rýminu þar á milli. Jafnframt er sjónum beint að tveimur nýjum en ólíkum byggingum sem risið hafa í miðborg Reykjavíkur, Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu og nýbyggingum á „Brunareit“ við Lækjartorg. .
22. maí 2012

Byggingarlistadeild við Listasafn Reykjavíkur lögð niður

Byggingarlistadeild við Listasafn Reykjavíkur var lögð niður um óakveðinn tíma þann 1. mars 2011. Hér birstis tilkynning skrifuð af Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt cand.Arch, FAÍ og fyrrverandi deildarstjóra byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur. .
26. apríl 2012

Vörusýningar: Gamla góða leiðin sem virkar enn

Það er tvímælalaust auðveldara fyrir ung íslensk fyrirtæki að selja vörur sínar til annarra landa í dag en fyrir áratug síðan. Netið auðveldar leit að mögulegum kaupendum, Skype lækkar símakostnaðinn og samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter hjálpa til við að koma vörum og þjónustu á framfæri.

Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 26. apríl 2012. Höfundur er annar stofnenda Tulipop og MBA frá London Business School. .
20. febrúar 2012

Ný norræn menningarhús | Pistlasyrpa í Víðsjá

Á örfáum árum hafa öll Norðurlöndin byggt ný menningarhús. Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt leggur land undir fót með hlustendum Víðsjár og sækir heim byggingarnar. Pistlunum er útvarpað á fimmtudögum í Víðsjá. .
13. janúar 2012

Góðir staðir | Leiðbeiningarit um uppbyggingu ferðamannastaða

Út er komið leiðbeiningaritið GÓÐIR STAÐIR. Ritinu er ætlað að vera hvatning til þeirra fjölmörgu aðila sem standa að uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi til að vanda til verka. .