Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar býður, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, til hádegisfunda á fimmtudögum í salarkynnum sviðsins á 7. hæð Höfðatorgi (ath. uppganga í eystri stigaturninum).
Mun sviðið jafnframt bjóða fundarmönnum léttar hádegisveitingar.
Minnum á annan fund í þessari spennandi fundaröð nú á fimmtudaginn kemur 14. október.
Félagsmenn fylktu liði á síðasta fund og engin ástæða til að missa af þessum heldur:
Anna María Bogadóttir og Ásta Olga Magnúsdóttir, sem standa saman að Úrbanistan, mun pæla í samtali arkitektsins við samfélag sitt. Anna María og Ásta Olga hafa staðið fyrir lifandi samtali um arkitektúr í gegnum Úrbanistan en einnig fjallað um arkitektúr á opinberum vettvangi, nú síðast um arkitektúrbíennalinn í Feneyjum bæði í Víðsjá Ríkisútvarpsins og á síðum blaðanna.
Fundartími:
Fimmtudagur 14.október kl.12-13
Fundarstaður:
Vindheimar á 7. hæð Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 - eystri stigaturn, efsta hæð.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Hugleiðingar - spjall - léttar veitingar.
www.ai.is
www.urbanistan.org