Fyrirlestrar

Fyrirlestur | Pantone litakerfið



Ingi Karlsson heldur kynningu á PANTONE litakerfinu í OPNA LISTAHÁSKÓLANUM, fimmtudaginn 1. mars kl.12:00 Skipholti 1, stofu 113.

Ingi mun kynna PANTONE litakerfið, sögu PANTONE og helstu kosti þess að nota PANTONE litakerfið. Farið verður yfir helstu PANTONE litakubba fyrir grafíska hönnuði og jafnframt litakubba/bækur í Fashion & Home línunni sem ætlaðir eru fyrir fatahönnuði og textílhönnuði. Nýja PANTONE PLUS litakerfið (2011) verður kynnt og farið yfir helstu nýjungar í því miðað við gamla kerfið. Jafnframt verða skoðaðir helstu kostir og gallar PANTONE litakerfisins í nútímanum, hvað þarf að varast og hvernig er hægt að forðast að koma sér í vandræði.
Í lok kynningar verður svarað spurningum úr sal.

Allir velkomnir.