Fyrirlestrar

Kallað eftir þátttakendum í Think Tank á HönnunarMars



Hlin&Co, HAF Studio, Kvennadeild Landspitalans, Líf Styrktarfélag og svissneska hugveitan W.I.R.E. standa fyrir annarskonar viðburði á HönnunarMars 2014. Fólk þvert á fagreinar verður leitt saman í Think Tank 26. Mars kl. 17-19 og þar verða ræddar hugmyndir um sjúkrahús framtíðar, með sérstakri áherslu á kvennadeild.

Undir stjórn Stephan Sigrist, stofnanda svissnesku hugveitunnar W.I.R.E og Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur, hönnuðar leiðum við saman fólk þvert á faggreinar, á öllum aldri; arkitekta, hjúkrunarkonur, ræstitækna, sálfræðinga, lækna, skjólstæðinga, ljósmæður og hönnuði til að ræða hugmyndir um sjúkrahús framtíðar, með sérstakri áherslu á Kvennadeild.

Unnið verður úr niðurstöðunum og þær notaðar í uppbyggingarstarf framtíðar.

Áhugasamir sendið skeyti á skraning@gefdulif.is fyrir 25.mars.

Viðburðurinn verður haldinn á Kvennadeild LSH, Landspítalalóð (aðkoma frá Barónsstíg).
Hér má finna viðburðinn á Facebook.

Viðburðurinn er hluti af samstarfi Kvennadeildar Landspítalans, Líf Styrktarfélags, HAF Studio og Hlín&Co sem miðar að því að innleiða hönnunarhugsun við endurbætur og sköpun framtíðarsýnar Kvennadeildarinnar. Samstarfið hófst vorið 2012 með námskeiði í upplifunarhönnun við Listaháskóla Íslands með Kvennadeildina að viðfangsefni.

*Viðburðurinn fer fram á ensku og íslensku.