Halldór Gíslason arkitekt heldur fyrirlestur um uppbyggingu og stofnun Listaháskóla í Mapútó í Mósambík.
Fyrirlesturinn fer fram á Kjarvalsstöðum nk. mánudag 21. september kl. 12:00
Halldór vann að stofnun hönnunardeildar LHÍ fyrir bráðum tíu árum, en hann hefur nú starfað að undanförnu í Mapúto við kennslu og þróun á menntun í hönnun ásamt Sóleyju Stefánsdóttur grafískum hönnuði. Nú hefur verið stofnaður fyrsti listaháskóli landsins með dyggri þátttöku þeirra og hóf skólinn starfsemi nú í september.
Halldór og Sóley telja að aðferðafræði hönnunar megi nýtast við uppbyggingu almennt og undir merkjum
Nordic Dogs hafa þau sett sér það markmið að nýta þekkingu sína til að stuðla að sjálfbærri uppbyggingu og sköpunargleði í heiminum.
Halldór mun gera grein fyrir starfinu í Mósambík og hvernig hönnun getur vaxið í einföldu samfélagi þar sem stoðkerfi eru af skornum skammti.