Fyrirlestrar

Sascha Lobe fjallar um mörkun Bauhaus Archive BerlinSascha Lobe er þýskur grafískur hönnuður og prófessor sem heldur fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 13. júní kl. 12. Hann rekur framsækna stofu í grafískri hönnun L2M3 í Stuttgart sem fæst við fjölbreytileg verkefni á sviði grafískrar hönnunar. Jafnframt kennir hann leturfræði í Listahaskólanum HfG Offenbach.

Á fyrirlestrinum mun hann m.a. fjalla um verkefnið mjög áhugavert verkefni sem L2M3 hafa unnið að: From ABC to CD – ný mörkun og ásýnd fyrir Bauhaus Archive Berlin. Áskoranir verkefnisins hafa verið margar, hvernig hægt sé að tengja fortíðina við nútíðina án þess að missar sjónar á framtíðinni? Hvernig er ásýnd Bauhaus árið 2014, næstum 100 árum eftir stofunun hennar í Weimar?

Við hvetjum alla, sérstaklega grafíka hönnuði, til að taka sér hlé frá amstri dagsins og drífa sig í Norræna húsið og hlýða á áhugaverðan fyrirlestur. Fyrirlesturinn tekur 45 mínútur og fer fram á ensku.

Hér má finna viðburðinn á Facebook.