Fyrirlestrar

Fyrirlestur | Hans Tryggvason arkitekt



Arkitektinn Hans Tryggvason heldur fyrirlesturinn:

„Hvaða möguleikar liggja í taktískri nálgun til hönnunar og þróunar þéttbýlis
í leit að nýjum hönnunar aðferðum til að tryggja nýsköpun í hönnun og skipulagningu borga?¨


í Opna Listaháskólanum Skipholti 1, þriðjudaginn 4. maí kl. 12:05

Unrealestates of Oslo er diplóma verkefni frá AHO í Osló, unnið af Hans Tryggvasyni og Christian Bratz haustið 2009.

Leitast er við að svara því hvort að hægt sé að nota fyrirbærið millibils- / tímabundinn urbanisma [Temporary urbanism] sem nothæft tæki / tól, fyrir arkitekta og skipuleggjendur til  hönnunar og framkvæmda á svæðum og byggingum þar sem aðstæður eru í senn erfiðar og óljósar fyrir hefbundna hönnun og skipulags áætlanir.

Verkefnið er hönnunar sem og rannsóknarverkefni (case study) þar sem hugmyndafræði, aðferðarfræði og praktík fléttast saman og eru svo "prófuð" í raunverulegum aðstæðum.