Frummælendur á Mannamóti 27. nóvember kl. 17:15 verða Þórunn M. Óðinsdóttir, eigandi Intra ráðgjafar og Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus. Mannamót er haldið síðsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 17:15-18:30 á Loftinu, Austurstræti 9.
Þórunn M. Óðinsdóttir, eigandi Intra ráðgjafar hefur mikla reynslu af innleiðingu bæði hugmynda- og aðferðafræði Lean Management. Hún hefur starfað sem stjórnunarráðgjafi frá árinu 2007, hefur ekki ráðið til sín starfsfólk þrátt fyrir næg verkefni og markaðssetur sig einungis af góðu orðspori. Á kynningunni mun Þórunn segja frá störfum sínum, hvað það er við Lean sem er svona gríðarlega áhugavert og tekur nokkur dæmi um hvernig er hægt að nota þessar aðferðir til að ná árangri.
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus hefur nýtt sér aðferðir Lean frá árinu 2008. Á kynningunni segir hann frá hvernig hann er að nýta sé Lean innan síns sviðs og gefur nokkur skemmtileg dæmi um hvaða árangur hefur náðst m.a. í vöruþróun á þessum tíma.
Hvert Mannamót hefst á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!
Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð Íslands, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA