Fyrirlestrar

Ráðstefna | Fortíðarhyggja eða framtíðarsýn



Er vistvænt skipulag eitthvað öðruvísi en venjulegt skipulag? Hvaða tækifæri felast í endurhönnun og þróun þéttbýlis þar sem síauknar áherslur er á umhverfisþætti í almennri skipulagsgerð?

Hægt verður að leita svara við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á ráðstefnu Vistbyggðarráðs og Skipulagsfræðingafélags Íslands sem haldin verður fimmtudaginn 16. maí kl. 8:30-12:30 í Nauthóli.

Ráðstefnan ber yfirskriftina, Fortíðarhyggja eða framtíðarsýn - Sjálfbært byggðarmynstur í íslensku þéttbýli. Á ráðstefnunni verður sérstaklega fjallað um vistvænt skipulag með áherslu á endurhönnun og þróun byggðar í þéttbýli. Reynt verður að varpa ljósi á það hvað það er sem gerir skipulag vistvænt í íslensku samhengi og hvaða tækifæri felist í vistvænni þróun þéttbýlis. Af því tilefni verður reynt að höfða til framkvæmdaaðila, hvort sem það eru sveitarfélög, ríkisstofnanir eða þróunar- og verktakafyrirtæki á einkamarkaði.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er sænski arkitektinn og borgarhönnuðurinn Klas Tham sem var einn af aðalhönnuðum og verkefnisstjóri BoO1 hverfisins í Malmö í Svíþjóð, vistvæntu hverfi á endurgerðu hafnasvæði sem hlotið hefur athygli víða um heim.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu Vistbyggðaráðs, hér.