Fyrirlestrar

Fyrirlestrarröð | Þróun í návígi



Fyrirtækið Össur er leiðandi á heimsvísu í hönnun og framleiðslu stoðtækja, spelkna og stuðningsvara. Hjá þeim starfa um 1800 starfsmenn í 15 löndum, höfuðstöðvarnar eru á Íslandi, en starfsstöðvar víða í Norður Ameríku, Evrópu og Asíu.

Margir þurfa að lifa með líkamlegri fötlun af völdum sjúkdóma eða aflimunar. Stefnumið Össurar er að bæta hreyfanleika fólks með tækni, rannsóknum og nýsköpun. Í vöruþróun er unnið náið með þeim sem þurfa á vörunnum að halda og hefur þannig náðst frábær árangur, notendur hafa náð að yfirstíga líkamlegar hindranir, notið sín til fulls og öðlast betra líf.

Í öflugri þróunardeild Össurar starfa hönnuðir í öllum teymum. Vöruhönnuðurinn Sindri Páll Sigurðsson er einn af þeim og ætlar hann í fyrirlestri í Hafnarhúsinu, fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 20, að rekja þróunarferli nokkurra vara frá hugmynd að endanlegri vöru. Einnig mun hann kynna starfsemi fyrirtækisins á alþjóða vettvangi og fara yfir styrk þess og starfsemi hér heima, með áherslu á þróunardeildina.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku.