Dagný Bjarnadóttir, landslagsarkitekt, Ásta Guðmundóttir fatahönnuður og meðlimir úr þverfaglegaliðinu Team Spark, sem smíðar eins manns kappakstursbíl fyrir keppni halda erindi laugardaginn 2. febrúar kl. 11-13 í Toppstöðinni, Rafstöðvarvegi 4 í Elliðarárdal.
Dagný Bjarnadóttir - Úrgangur / Efniviður
Dagný Bjarnadóttir kynnir verkefni
sem byggja á endurnýtingu hráefnis sem áður hefur verið sett til
hliðar sem úrgangur. Fyrirlesturinn verður út frá myndefni af
raunverulegum verkum og ferlinu sjálfu frá hugmyndafræði, hönnun og
úrvinnslu.
Dagný starfar undir nafninu DLD - Dagný Land Design sem stofnað var á
vormánuðum árið 2011.Verkefni Dagnýjar eru fjölbreytt, þar á meðal eru
innsetningar, vöruþróun og hönnun á nytjahlutum. Gróður-húsgögnin
Furnibloom hafa vakið athygli víða um heim og urðu til þess að hún var
valin til að hanna samnorræna landslagsarkitektúr sýningu, New nordic
landscapes í tengslum við Expo í Shanghai 2010. Einnig var Dagný hluti
af hönnunarteymi Flikk Flakk þáttanna sem sýndir voru í
ríkissjónvarpinu síðastliðið sumar. Þættirnir eru raunveruleikaþættir,
þar sem hugmyndafræðin byggir á þátttökuhönnun (participation design),
þar sem í mjög hröðu og ódýru ferli er hægt að máta lausnir sem síðan
má þróa og hanna nánar ef vel reynist. Í fyrilestrinum mun Dagný m.a.
sýna hvernig „úrgangur“ var nýttur í þessu verkefni.
Ásta Creative Clothes
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir er fatahönnuður ásamt því að fást við
ýmisskonar innsetningar á textilverkum og öðru. Að undanförnu hefur
hún tekið þátt í vinnustofum, Symposium, hérlendis og erlendis. Ásta
segir frá verkum sínum og því sem skiptir hana mestu máli í sköpun
sinni.
Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, Páll Gunnarsson og Einar Hreinsson,
nemendur og leiðbeinandi í iðnaðarverkfræði við HÍ, munu flytja
fyrirlestur um Formula Student. Verkefni sem þau hafa tekið þátt í
frá síðasta hausti.
Team Spark
Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, Páll Gunnarsson og Einar Hreinsson,
nemendur og leiðbeinandi í iðnaðarverkfræði við HÍ, munu flytja
fyrirlestur um þátttöku og verkefni sem þau eru að vinna fyrir Formula Student keppnina, sem haldin er ár hvert á Silverstone brautinni í Englandi.
Verkefninu hafa þau unnið af frá því í haust, liðið kallar sig Team Spark og keppist við að smíða eins manns kappaksturbíl fyrir keppnina. Team spark samanstendur af
nemendum á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands ásamt
nemendum í vöruhönnun Listaháskóla Íslands.
Nánar um fyrirlestraröð Toppstöðvarinnar 2012 - 2013.