Fyrirlestrar

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Að gera án þess að kunna



Miðvikudaginn 22 janúar. kl. 12.10 heldur Halldór Úlfarsson, tækimaður verkstæðis, erindið „Að gera án þess að kunna“ í fyrirlestrarröð hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Halldór Úlfarsson er tæknimaður verkstæðis Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands og sinnir stundakennslu við þá sömu deild ásamt í Tónlistardeild. Hann er með mastersgráðu frá myndlistarakademíunni Helsinki og aðra í hagnýtri hönnun frá Aalto háskóla í sömu borg.

Halldór ræðir kringumstæður þess að vera aðallega þekktur sem hljóðfærasmiður án þess að hafa formlega þjálfun í hljóðfærasmíði. Hvað það er oft stressandi, en um leið hressandi að starfa við eitthvað sem maður kann ekki, hvað það er mikið rugl að vera nokkursskonar umboðsmaður hljóðfæris og að vera í auknum mæli rangtitlaður sem tónskáld.

Allir velkomnir!

Sneiðmynd - skapandi umbreyting

Í fyrirlestrum vetrarins kynna kennarar deildarinnar eigin viðfangsefni og ræða tengsl þeirra við kennslu og uppbyggingu náms við deildina. Auk þess að fjalla um eigin verkefni verða tengsl sköpunar við kennslu, hönnun, rannsóknir og þekkingaröflun rædd út frá ýmsum sjónarhornum.

Við Hönnunar- og arkitektúrdeild er boðið upp á nám á fjórum námsbrautum til bakkalárgráðu, í arkitektúr, fatahönnun, grafískri hönnun og vöruhönnun, auk þess sem boðið er upp á nám í hönnun á meistarastigi.

Næstu fyrirlestrar SNEIÐMYNDAR:

29. janúar kl. 12.10
Thomas Pausz, aðjúnkt í vöruhönnun
Elastic Editions

12. febrúar kl. 12.10
Katrín Káradóttir, aðjúnkt og fagstjóri í fatahönnun
Ekkert er af engu komið

26. febrúar kl. 12.10
Massimo Santanicchia, lektor í arkitektúr
The Discovery of Architecture

12. mars kl. 12.10

Sigrún Birgisdóttir, arkitekt og deildarforseti
Lesið í rými

26. mars kl. 12.10
Bryndís Björgvinsdóttir, aðjúnkt í fræðigreinum

Hafsjór af heimildum: Af hverju er gaman að vera til?

9. aprí kl. 12.10
Lóa Auðunsdóttir, aðjúnkt í grafískri hönnun
Hin nýja fagurfræði

30. apríl kl. 12.10
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun
Grafískur heimur

Hádegisfyrirlestrarnir eru í Sal A í húsnæði Hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11. Allir eru velkomnir.