Fyrirlestrar

Málþing í LHÍ | Áhrif loftlagsbreytinga á hönnun og listirFöstudaginn 6. desember kl. 15:00 -17:00 efnir hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands til samráðsþings um loftlagsbreytingar og áhrif þeirra á hönnun og listir. Guðni Elísson, professor og bókmenntafræðingur við Háskóla Íslands heldur fyrirlestur og að honum loknum verður efnt til umræðu með þátttöku Katrínar Káradóttur aðjúnkts í fatahönnun, Garðars Eyjólfssonar lektors í vöruhönnun, Dóru Ísleifsdóttur prófessors í grafískri hönnun og Halldórs Eiríkssonar arkitekts.


Loftlagsbreytingar hafa gríðarleg áhrif á alla jarðarbúa stóra og smáa en hver eru þessi áhrif og hvernig líta loftlagsbreytingarnar út? Í fyrirlestrinum mun prófessor Guðni Elísson fara ofan í saumana á ýmsum vísindarannsóknum á loftlagsbreytingunum og kynna áhorfendur fyrir helstu niðurstöðum þeirra. Þá er spurt hvaða áhrif loftlagsbreytingarnar hafa á hönnun og listir – og hönnuði og listamenn – í dag og til framtíðar.

Samráðsþingið fer fram í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.