Fyrirlestrar

Hádegiserindi | Steypa – hönnun og vinnslumöguleikar



Hádegiserindið miðvikudaginn 9. maí kl. 12.10 – 13.00 í erindaröð Toppstöðvarinnar og Samtaka iðnaðarins.

Síðasta hádegiserindi vetrarins um íslenska framleiðslu, hráefni og vinnslumöguleika fjallar um steypu.

Það er Kai Westphal gæðastjóri hjá Steypustöðinni og byggingaverkfræðingur með sérmenntun í steypufræði sem kemur í Toppstöðina að þessu sinni. Fyrirlestur hans fjallur um grunnatriði í steypufræði og um möguleika í notkun í dag og í framtíðinni.

Steypa er mest notaða byggingarefnið í heiminum. Steypa býður upp á næstum því endalausa möguleiki fyrir þá sem koma að hönnun hennar. Hún er ekki bara notuð í mannvirki heldur jafnvel í húsgögn og aðrar vörur. Notkun steypu hófst fyrir um tvö þúsund árum.

Í dag er steypa mjög vinsælt efni hjá arkitektum eins og Tadao Ando eða Zaha Hadid. Á Íslandi er steypa mikilvægasta byggingarefnið af því að hún er að stærstum hluta úr íslensku hráefni.

Erindið er öllum opið.

Hönnuðir sérstaklega hvattir til að koma.

Gestalisti á fésbókarsíðu Toppstöðvarinnar.