Fyrirlestrar

Fyrirlestur | GESTAGANGUR - HÁDEGISFYRIRLESTUR miðvikudaginn 29. ágúst kl 12:10.



Breski fatahönnuðurinn Robert Cary-Williams heldur fyrirlestur um eigin verk í fyrirlestrarröðinni GESTAGANGUR við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Robert Cary-Williams er einn af fremstu og framsæknustu hönnuðum Breta í dag. Cary-Williams hefur átt fjölbreytt og ævintýralegt líf sem endurspeglast vel í verkum hans sem einkennast af gríðarlegri tilraunastarfsemi. Átján ára gekk hann í herinn þar sem hann hafði lítinn áhuga á að taka við mjólkurbúi föður síns í Wiltshire. Áhrif frá því tímabili má sjá vel í litapallettu og sniðum sem hann er þekktur fyrir sem og sveitarómantíkinni frá æsku hans og uppvexti í sveitinni. Eftir að Cary-Williams yfirgaf herinn hóf hann nám við Central Saint Martins School of Art og Design í London. Hann stofnaði eigið merki árið 1998 og ári síðar hlaut bresku “New Generation Award“ árið.. Fimm árum síðar og eftir að hafa hannað 10 „collections“ hafði sérþekking Cary-Williams og færni hlotið mikla viðurkenningu í tískuiðnaðinum. Jafnframt því að hanna sína eigin línu hefur Robert unnið með,og fyrir marga aðra heimsþekkta hönnuði m.a. verið sérstakur ráðgjafi hjá Burberry, í samstarfi við Christopher Bailey. Cary-Williams hefur ávallt kennt samhliða sínum störfum við hina ýmsu listaháskóla í Bretlandi t.d. Central Saint Martins University of the Arts London.
Robert Cary-Williams er á Íslandi í boði hönnunar- og arkitektúreildar Listaháskóla Íslands. Þetta er í fjórða sinn sem hann kemur að kennslu útskriftarnema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.


Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis.

 
Contact aðili er Björg Stefánsdóttir bjorgstef@lhi.is  Sími: 864 6822