Fyrirlestrar

Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar | Íslensk hönnun - alþjóðleg söluvara



Rúnar Ómarsson er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum fatahönnunarfyrirtækisins Nikita, sem stofnað var í Reykjavík í ársbyrjun 2000. Hann hefur því 10 ára reynslu í markaðssetningu á íslenskri hönnun á alþjóðavettvangi, en jafnframt ákveðnar skoðanir á markaðssókn íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu.

Nikita er með starfsfólk og starfsemi í fjórum löndum, en vörur Nikita eru nú fáanlegar í um 1.500 verslunum í 30 löndum. Vefsíða fyrirtækisins er www.nikitaclothing.com

Fyrirlesturinn er hluti af Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur og fer fram í Hafnarhúsinu fimmtudaginn 14. janúar nk. kl. 20.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

www.listasafnreykjavikur.is

Fyrirlesturinn var vel sóttur:



Ljósmyndari: Friðrik Örn Hjaltested