Fyrirlestrar

Gestagangur í LHÍ | kanadíski arkitektinn Andrew King


Þriðjudaginn 23. september kl. 12.10 heldur Andrew King erindið Andrew King Trans Architecture í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um margbreytileika í starfsemi arkitekta í dag með því að kanna breidd rannsóknarstarfa Andrew Kings. Verk sneiða kvarða, allt frá mjög stórum arkitektúr yfir í smáhluti, fara þvert yfir afar fjölbreytt og ólíkt landslag Kanada og skera þvert á arkitektúr, innsetningar og samvinnuverkefni í listum. Hér er kafað ofan í þverskurð mismunandi leiða til rannsókna í arkitektúr: stærri starfsvettvanga (CANNONDESIGN), fræðilegra hönnunarstofa (AKA), fræðilegra rannsóknarveita og gagnrýnnar listsköpunar (með ANGELA SILVER).

Andrew King er þekktur sem einn af fremstu og leiðandi hönnuðum Kanada. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun, þ.á.m. Canada Council for the Arts Prix de Rome og Canadian Architect Award of Excellence, auk þess að hafa verið nefndur einn af leiðandi öflum í Kanadískri hönnun af Globe og Mail árið 2003. Árið 2012 hlaut hann tvenn verðlaun frá American Institute of Architecture Progressive Architecture (P/A), en það eru með eftirsóttustu verðlaunum greinarinnar.

Hann er aðalhönnuður hjá Cannon Design í Kanada og rekur sitt eigið hönnunar- og rannsóknarfyrirtæki, AKA. Gagnrýnin listsköpun hans (í samvinnu við Angela Silver) hefur falið í sér innsetningar í galleríum og á vettvangi víðsvegar um Kanada og erlendis. Þá hefur King hlotið Gerald Sheff gestaprófessorsstöðuna við McGill University og Azriel-stöðuna við Carleton University.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.