Fyrirlestrar

Fundur á HönnunarMars | Sjálfbærni í tískuiðnaði 2014
Fatahönnunarfélagið og Deloitte bjóða til fundar þar sem hönnuðir deila reynslu sinni af sjálfbærri hönnun og framleiðslu. Í framhaldi munu sérfræðingar leiða umræður um viðskiptalegan ávinning samfélagsábyrgðar og „NICE“ sýnina – tíska sem drifkraftur breytinga. Fundurinn fer fram föstudaginn 28. mars kl. 14–16 í Norræna húsinu.

Tíska getur breytt fólki – Norrænn tískuiðnaður tekur forystu í samfélagslegri og umhverfislegri ábyrgð og sjálfbærum viðskiptalausnum.

Sérfræðingur á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni, Anne Mette Christiansen frá Deloitte leiðir umræðu um viðskiptalegan ávinning sjálfbærni í tískuiðnaði. Talsmaður frá Norræna Fatahönnunarfélaginu skýrir sýn NICE (Nordic Initiative Clean and Ethical), tíska sem drifkraftur breytinga.

Markmið fundarins er að fá lykilmanneskjur úr fatahönnunargeiranum, framleiðsluiðnaðinum ásamt öðrum atvinnugreinum til að taka þátt í umræðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni í viðskiptum. Sjálfbærni í tískuiðnaði 2014 Tíska getur breytt fólki – Norrænn tískuiðnaður tekur forystu í samfélagslegri og umhverfislegri ábyrgð og sjálfbærum viðskiptalausnum.

Fundurinn fer fram á ensku.

Enginn skráning og enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir og fatahönnuðir og aðrir tengdir fatahönnunargeiranum eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Hér má finna viðburðinn í dagskrá HönnunarMars
Hér má finna viðburðinn á Facebook