Fyrirlestrar

Hannað fyrir framtíðina - Málþing með Ville Kokkonen



Málþing um nýjungar og stefnur í innanhúshönnun séðar frá sjónarhorni hönnuða og hönnunarkennslu.

Norræna húsið, miðvikudaginn 13. júní kl. 17-19.
Málþingið fer fram á Ensku. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Á málþinginu verður lögð áhersla á sjálfbærar lausnir og framtíðarsýn í hönnun sem auknar lífstílsbreytingar kalla á óðfluga.

Heiðursgestur málþingsins er finnski iðnhönnuðurinn Ville Kokkonen (1975) sem á að baki glæstan feril við hönnun og hefur starfað með leiðandi norrænum vörumerkjum á við Artek, Nokia, Iittala og Ups. Ville starfar sem prófessor í hönnun við Aalto University, School of Arts Design and Architecture í Helsinki.

Málþingið er skipulagt af Norræna húsinu í samstarfi við Listaháskóli Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands.

Þátttaka Listaháskóla Íslands er skipulögð af Garðari Eyjólfssyni og Thomas Pausz sem eins og Ville Kokkonen eru hönnuðir og stunda framsæknar kennsluaðferðir. Garðar og Thomas eru fagstjórar meistaranáms í hönnun í Hönnunar- og arkitektúrsdeild Listaháskóla Íslands.



Málþingið er skipulagt í tengslum við hönnunarsýninguna Innblásið af Aalto: Með sjálfbærni að leiðarljósi sem er sem er hluti af 50 ára afmælisdagskrá Norræna hússins.

Viðburðurinn er styrktur af Pennanum Eymundsson.

www.norraenahusid.is