Þýski hugmynda- og tengslasmiðurinn
Christopher Patrick Peterka heldur fyrirlestur í
Hafnarhúsinu fimmtudaginn 18. júní kl. 20. Fyrirlesturinn er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Visit Iceland sjóð Utanríkisráðuneytis og Útflutningsráðs og Listasafn Reykjavíkur. Hann fer fram á ensku og er öllum opinn.
CHRISTOPHER PATRICK PETERKA
Þýski hugmynda- og tengslasmiðurinn Christopher Patrick Peterka er stofnandi og framkvæmdastjóri hugmyndaversins
gannaca sem er með aðsetur í Köln, New York og Shanghai. Gannaca hefur starfað fyrir m.a. Deutsche Bank, Eernst & Young, Diesel, Nike auk fjölda annarra fyrirtækja.
Peterka nam viðskiptastjórnun, stjórnmála-, félags- og fjölmiðlafræði við Háskólana í Köln og Dusseldorf í Þýskalandi. Hann ferðast um heiminn og tengir frumkvöðla með hæfileika, sérþekkingu og ástríðu. Peterka er mjög vinveittur Íslandi og Íslendingum og er vel kunnugur núverandi aðstæðum auk þess sem hann hefur komist í kynni við fjölmarga Íslendinga í tengslum við ferðir sínar til landsins. Peterka situr í stjórn vísindatímaritsins GDI, er samstarfsaðili The Institute of Applied Virtuality (IAV) og hugmyndasmiður hjá The International Institute for Inspiration and formation (IIIF).