Fyrirlestrar

Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélag Íslands



Fatahönnunarfélag Íslands heldur uppskeruhátíð sínam laugardaginn 9. nóvember kl. 20. Michael H. Berkowitz, fatahönnuður frá New York og Ingvar Helgason er annar fatahönnuður tvíeykisins Ostwald Helgason halda fyrirlestur. Auk verða hin árlegu verðlaun Fatahönnuarfélagsins, Indriðaverðlaunin veitt.

Hátíðin verður haldin laugardaginn 9. nóvember í Iðnaðarmannasalnum Skipholti 70, 2.hæð. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20 en húsið opnar kl. 19.45. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrri part kvölds. Gestum er einnig velkomið að koma með eigin veigar til að dreypa á fram á nótt undir gleðitónum DJ De La Rosa.

Michael H. Berkowitz, fatahönnuður frá New York, deilir reynslu sinni og fjallar um hönnun, vöruþróun og alþjóðlega markaðssetningu. Michael vann í 15 ár sem listrænn stjórnandi undirfatalínu karla hjá Calvin Klein. Michael vinnur nú sem hönnunarráðgjafi fyrir fyrirtæki á borð við Nike, Tom Ford, Bruce Weber, Gap og Narciso Rodriquez.

Ingvar Helgason
er annar fatahönnuður tvíeykisins Ostwald Helgason, sem hann stofnaði ásamt Susanne Ostwald árið 2008 í London. Ingvar fræðir okkur um hönnun og textíl Ostwald Helgason ásamt þróun og uppbyggingu hönnunarfyrirtækis á alþjóðlegum markaði.

Miðaverð:
0 kr. félagsmenn Fatahönnunarfélagsins (þeir sem greitt hafa félagsgjöldin 2013)
3500 kr. nlmennt miðaverð
1000 kr. nemar í Fatahönnun í LHÍ

Nánari upplýsingar á www.fatahonnunarfelag.is
Skráning á info@fatahonnunarfelag.is