Fyrirlestrar

Viður | Hádegiserindi Toppstöðvarinnar



Þá er komið að öðru erindinu í erindaröð Toppstöðvarinnar og Samtaka iðnaðarins um íslenska framleiðslu, hráefni, framboð og vinnslumöguleika.

Jón Guðmundsson, plöntulífeðlisfræðingur, kemur í Toppstöðina og fjallar um hvar verðmætu hlutana er að finna í trjáviði.

Hver trjátegund hefur kosti og galla sem smíðaviður. Beina boli er hægt að nota í margs konar smáhýsi, útihúsgögn, klæðningar og burðarvirki en verðmætasti viðurinn er viður lauftrjáa sem má nota á enn fjölbreyttari hátt en við barrtrjáa, t.d. með formun við gufuhitun og pressun.

Hönnuðir og iðnmenntaðir eru hvattir til að koma, en erindið er öllum opið.

Gestalisti á fésbókarsíðu Toppstöðvarinnar.

toppstodin.is