Fyrirlestrar

Mannamót í október



Frummælendur á Mannamóti 30. október kl. 17:15 verða Ragnar Fjölnisson, annar stofnanda og þróunarstjóri Kaptio og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Mannamót er haldið síðsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 17:15-18:30 á Loftinu, Austurstræti 9.

Ragnar Fjölnisson æltar að útskýra grundvallahugsunina á bakvið marketing automation. Rangnar mun segja frá af hverju það er vinsælt, hvernig það er notað og hvernig það tengist öðrum markaðsaðgerðum líkt og inbound marketing, social marketing og event marketing.

Inga Hlín Pálsdóttir ætlar að fjalla um markaðssetningu á íslenskri ferðaþjónustu á erendri grundu. Hún mun fjalla um umfang hennar, kynna áherslur vetrarins og fara yfir helstu lykiltölur ferðaþjónustunnar. Inga Hlín hefur viðamikla reynslu í markaðssetningu erlendis og sérstaklega þegar kemur að íslenskri ferðaþjónustu og hefur m.a. stýrt markaðsátakinu Inspired by Iceland frá upphafi.

Hvert Mannamót hefst á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA