Arkitektarnir Gianni Botsford og Denis Balent frá London fjalla um verk
sín í fyrirlestri í Opna Listaháskólanum miðvikudaginn 17. nóvember kl
12:05 í Skipholti 1,stofu 113.
Gianni og Denis kenna arkitektúr við London Metropolitan University í London. Þeir eru hér á landi með nemendum sínum til að rannsaka sögulegar byggingarhefðir á Íslandi en nemendur þróa hönnunarverkefni fyrir íslenskar aðstæðar í kjölfarið.
Þeir munu flytja sinn hvorn fyrirlesturinn:
“Local Adaption”
Gianni Botsford mun fjalla um þrjú einbýlishús og hönnunarferlið sem tekur mið af veðurfari, menningu og staðbundnu samhengi.
Gianni lærði við Architectural Association og rekur eigin stofu í London. Hann hlaut Lubetkin arkitektúr verðlaunin árið 2008 fyrir Casa Kiké í Costa Rica og var tilnefndur til Architectural Review verðlauna fyrir Íbúðarhúsnæði árið 2010.
www.giannibotsford.com.
"Network office"
Denis Balent mun fjalla um verk stofunnar og áhrif staðbundins samhengis á hönnunarferlið.
Denis Balent lærði við Architectural Association og rekur stofu í London, Urban Future Organisation. Stofan var tilnefnd til Bresku “ Young Architecture Award”. Hann hefur kennt við AA, University of Cambridge og nú við London Metropolitan University.
www.urbanfuture.org.
viðburðurinn á facebook