Fyrirlestrar

Fyrirlestur | Allur góður arkitektúr lekur



Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20:00 heldur Ævar Harðarsson erindi sem kallast „Allur góður arkitektúr lekur“, í Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Ævar Harðarson er sjálfstætt starfandi arkitekt og stundakennari við hönnunar - og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands en hann varði nýlega doktorsritgerð í arkitektúr við arkitketúrdeild NTNU í Þrándheimi.

Rannsókn Ævars fjallar um hönnunartengda byggingargalla í nútíma byggingum, sem eiga það sameiginlegt að þjást af göllum eins og leka og niðurbroti á veðurhjúp. Mörg af frægustu verkum í nútíma arkitektúr hafi þessa galla. Eitt slíkt verk er hið margverðlaunaða sveitasetur Fallingwater, hannað af ameríska stjörnuarkitektinum Frank Lloyd Wright frá fjórða áratug 20. aldar. Í erindinu mun Ævar rekja byggingarsögu nokkurra áhugaverðra nútíma bygginga og leitar svara við því hver sé helsta ástæða byggingarmeina.

Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands og Arkitektafélags Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og eru allir velkomnir.