Fyrirlestrar

Fyrirlestur | Opni listaháskólinn




„Að fæla fólk frá ...“: Eftirlitsmyndavélar í miðbænum. Fyrirlesturinn er byggður á rannsókn sem átti sér stað síðasta sumar, þegar safnað var saman upplýsingum um þær eftirlitsmyndavélar sem ná inn á almannarými í miðbæ Reykjavíkur. Hvergi hafa verið til nokkrar tölur eða upplýsingar um fjölda og staðsetningu þessara myndavéla á Íslandi - hvort sem þær eru á vegum yfirvalda, verslana, fyrirtækja, öryggisþjónustufyrirtækja eða einstaklinga. Rannsóknin leiddi í ljós að yfir þrjúhundruð eftirlitsmyndavélar sem ná inn á almannarými eru staðsettar í miðbænum. Í fyrirlestrinum ræðir þjóðfræðingurinn Bryndís Björgvinsdóttir um niðurstöður rannsóknarinnar og setur þær jafnframt í samhengi við skrif ýmissa heimspekinga, félag- og menningarfræðinga um þýðingu almannarýmis, æskilega hegðun í borgarrými, öryggis, femínisma, áhættu og agatækni.