Fyrirlestrar

Gestagangur í LHÍ | Bark arkitektar frá Ástralíu



Fimmtudaginn 11. september kl. 12.10 halda Bark Design Architects erindið Arkitektúr í ástralska landslaginu í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.


Bark Design Architects á Sunshine Coast í Queensland í Ástralíu er rekið af Lindy Atkin og Stephen Guthrie. Frá árinu 1997 hefur vinna Bark Design miðast við að kanna stemningu staðar í gegnum verkefni í arkitektúr og listum, með hliðsjón af staðarvitund, veðráttu og staðbundinni menningu. Verkefni stofunnar, bæði hvað varðar íbúabyggð og samfélagsleg verkefni, eru lýsandi fyrir skýra samtímalega þróun sértæks arkitektúrs strandlengjunnar. Verk Barks eru létt og kallast á við umhverfið, í þeim má greina hrifningu við jaðaraðstæður arkitektúrs. Upplifunin á rými, þegar tengja skal fólk stað og landslagi, snýst hjá Bark um að kanna möguleika innan-/utandyra lífstíls í mildu, heittempruðu loftslagi suðausturhluta Queensland. „Berfætta“ stofan er lýsandi fyrir þessa hugmyndafræði. Bark metur landslagið mikils og stígur varlega til jarðar á byggingalóðum á jöðrum strandlengjunnar.

Jaðaraðstæður Queensland strandlengjunnar afmarka rannsóknarsvið Barks, sem og arkitektúr stofunnar sem fjallað er um í þessum fyrirlestri.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

Heimasíða Bark arkitekta

The lecture is in english and open to the public.