Hádegiserindi Toppstöðvarinnar fimmtudaginn 3. febrúar kl. 12.10-13.00.
Það er Karl Friðriksson hagfræðingur frá University of London og starfandi framkvæmdastjóri Mannauðs- og markaðsstofu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem ríður á vaðið í erindaröð vorsins um vöruþróunarferlið.
Karl er stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Sem ráðgjafi hefur hann unnið fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja og opinbera aðila við stefnumótun, framkvæmd nýsköpunarverkefna og endurskipulagningu rekstrar. Hann er vottaður verkefnisstjóri og með faglega vottun á sviði vöruþróunar frá The Product Development & Management Association í Bandaríkjunum.
Karl er höfundur bókarinnar Vöruþróun – Frá hugmynd að árangri sem gefin var út árið 2004 og meðhöfundur bókarinnar Framtíðin – Frá óvissu til árangurs sem gefin var út árið 2007 og bókinnar Stjórnun vöruþróunar – Aðferðir til árangurs sem kom út árið 2009.
Allir velkomnir. Frumkvöðlar og hönnuðir sérstaklega hvattir til að koma.
Skráning á gestalista
fésbókarsíðu Toppstöðvarinnar.