Fyrirlestrar

Gestagangur í LHÍ | Charlotte Weber frá Unfair Fashion



Á morgun, þriðjudaginn 20. október kl. 12.15 heldur Charlotte Weber erindið Unfair Fashion – a connection to a sustainable future í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrasal A.


 
Charlotte Weber, fatahönnuður og stofnandi Unfair Fashion, mun segja frá fyrirtækinu og áherslum þess. Nafnið vísar annars vegar í andstöðu við hinar hefðbundnu sýningar (e. fairs) og hins vegar í þær óréttmætu og ósjálfbæru aðstæður sem iðnaðurinn er byggður á. Unfair Fashion er hugsað sem vettvangur til að  kynna nýja norræna fatahönnuði og einnig fyrir þekkingarmiðlun fagfólks. Þar að auki er hugmyndin að veita innblástur og opna almenningi dyr inn í tískuiðnaðinn. Markmið þeirra er að styðja nýja kynslóð hæfileikaríkra fatahönnuða sem leggja áherslu á lífvænlega og sjálfbæra hönnun. Á stafrænum vettvangi Unfair Fashion geta hönnuðir deilt þekkingu og tengslaneti og leitað aðstoðar sérfræðinga sem sérhæfa sig í sjálfbærni, auk þess að koma sér á framfæri við viðskiptavini, kaupendur og markhóp greinarinnar.

Unfair Fashion vinnur að aukinni umhverfislegri, félagslegri og efnahagslegri sjálfbærni í iðnaði með gegnsæi að leiðarljósi.
 
Hádegisfyrirlestrarnir eru í sal A í húsnæði Hönnunar- og arkitektúrdeildar að þverholti 11.
 
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

Vefsíða Unfair fashion 

Viðburður á vef LHÍ

Viðburður á facebook