Fyrirlestrar

SmallTalks | Mjúsik&Hönnun


Ljósmynd: Kjartan Hreinsson.

Á fyrirlestri SmallTalks í Hörpu, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20:00, verður fjallað um samspil hönnunar og tónlistar. Hönnun og tónlist haldast þétt í hendur, eins og margar skapandi greinar, og á þessum fyrirlestri verður sjónum beint að því hversu mikilvæg hönnun er í framsetningu og kynningu tónlistar.

  • Hvað gerir gott plötuumslag gott?
  • Ímyndarsköpun og framtíð tónlistarvarnings
  • Mjúsik & Myndbönd

Mælendur eru:




Arnar Ingi Viðarsson

Grafískur hönnuður, trymbill og aðstoðarritstjóri HA, tímarits um hönnun og arkitektúr.

Arnar hefur, í samvinnu við helstu tónlistarmógúla landsins, unnið ítarlega rannsókn á íslenskum hljómplötuumslögum, með það að leiðarljósi að setja upp sýninguna „Slíður - íslensk hljómplötuumslög frá upphafi.“ Hann mun fjalla um áhugaverð plötuumslög sem hafa staðið upp úr í gegnum tíðina og velta upp spurningunni um það hvað gerir gott plötuumslag gott.





Sigurður Oddson
Grafískur hönnuður, tónlistarmaður og hönnuður Sturla Atlas.

Sigurður ræðir stöðu og framtíð tónlistarvarnings og -umbúða. Hann hefur til að mynda unnið plötuumslög fyrir hljómsveitirnar Hjaltalín, Sykur og Young Karin, auk þess vann hann að ímyndarsköpun hljómsveitarinnar Sturla Atlas ásamt Kjartani Hreinssyni, ljósmyndara.





Þura Stína Kristleifsdóttir

Grafískur hönnuður, tónlistarmaður og plötusnúður.

Þura tekur saman dæmi um íslensk tónlistarmyndbönd þar sem hönnun skiptir miklu máli, allt frá grafík til fatahönnunar og arkitektúrs - og um leið velta vöngum yfir því hvað gerir gott tónlistarmyndband gott.




SmallTalks er fyrirlestraröð Hönnunar­miðstöðvar Íslands. Fyrirlestrarnir fara fram í Kaldalóni, sal á fyrstu hæð í Hörpu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.