Fyrirlestrar

Fyrirlestur | Damanhur




Esperide Ananas heldur fyrirlestur nk. miðvikudag 18. nóvember í Opna listaháskólanum, Skipholti 1, stofu 311, kl. 12:10  og í Hugmyndaráðuneytinu, Hugmyndahúsinu, Grandagarði 2, kl. 20:00.

Esperide mun, í hádegisfyrirlestri í Opna listaháskólanum, segja frá Damanhur, spjalla um byggingu og gerð hvelfinganna í Damanhur, og notagildi og merkingu heilagrar geometríu sem og samfélagsgerð sem er hönnuð og hugsuð frá grunni.

Á kvöldfyrirlestri / umræðu í Hugmyndaráðuneytinu mun Esperide leggja áherslu á samfélagið Damanhur, tilurð þess og þann lærdóm sem má draga af stofnun þess og daglegu lífi þar.

Damanhur er hannað samfélag sem á sinn eigin gjaldmiðil, hagkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, en samfélagið byggist á lýðræði og samvinnu og er í stöðugri þróun. Damanhur á í samstarfi við vísindasamfélagið hvað varðar lífshætti 21. aldarinnar; sjálfbærni í rekstri, þróun orkugjafa og heilbrigðra lífshátta.

Áhugaverðir fyrirlestrar fyrir þjóðfélag á tímamótum.

www.damanhur.org