Fyrirlestrar

Ferðamannavegir í Noregi | Fyrirlestur Vigdis Lobenz landslagsarkitekts í fyrirlestraröð FÍLA

Norræna húsið
Föstudaginn 24. apríl 2009  kl. 16:30
Nationale turistveger | Ferðamannavegir í Noregi
Vigdis Lobenz  landlagsarkitekt MNLA

Fyrirlesturinn fer fram á norsku

Vigdis Lobenz er landslagsarkitekt og verkefnastjóri við nýtt verkefni innan Ferðamannaveganna, Gaular-fjallveginn (Gaularfjellet) sem liggur frá Balestrand í Sogn að Førde í Sunnfjord.  Nýlega lauk samkeppni um tvo áningarstaði á þeirri leið og voru valdar tvær mjög áhugaverðar og ólíkar lausnir.
 
Ferðamannavegir í Noregi er verkefni á ábyrgð Norsku Vegagerðarinnar.  Hugmyndin er að ferðamannvegirnir bjóði upp á áhugaverðar ökuferðir um einstaka náttúru Noregs.  Við vegina er komið fyrir áningastöðum af miklum gæðum og lagt er upp úr að  ferðmenn minnki hraðan og njóti þess besta sem staðirnir hafa upp á að bjóða hvað varðar náttúru, sögu og menningu.  Nú þegar geta 6 vegir státað sig af að teljast Ferðamannavegir en  12 aðrir eru í vinnuferli.  Ætlunin er að bjóða upp á net af slíkum vegum um allan Noreg fyrir árið 2012.

Verkefnið „Nationale turistveger“ hefur sérstaka stjórn sem setur strangar kröfur um gæði til að tryggja að vegirnir verði það aðdráttarafl sem ætlast er til. Einnig er starfandi arkitektaráð við verkefnið sem setur línur um faglegar lausnir meðfram vegunum. Við hvert verkefni er síðan ráðin verkefnastjórn á því landsvæði sem vegurinn liggur um og ber hún ábyrgð á framkvæmdinni. Þessi blanda af miðlægri gæðastjórnun og framkvæmdaraðilum á staðnum hefur reynst happadrjúg. 


Verkefnið er með öfluga heimasíðu
www.turistveg.no

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Félags íslenskra landslagsarkitekta í samvinnu við Norræna húsið.



Dagskrá fyrirlestraraðarinnar má nálgast með því að smella hér.

www.fila.is
www.nordice.is