Fyrirlestrar

Gestagangur í LHÍ | Intelligent Skins for Intelligent Buildings



Miðvikudaginn 4.desember kl.12:10 heldur Gregory D. Thomson erindið "Intelligent Skins for Intelligent Buildings" í fyrirlestrarröð hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Gregory D. Thomson er lektor við háskólann í Wisconsin - Milwaukee, School of Architecture and Urban Planning. Hann er menntaður arkitekt en er auk þess með bakgrunn í bókmenntum og sögulegri varðveislu húsa. Frá árinu 1992 hefur hann starfað sem smiður, hönnuður og fræðimaður. Hönnun hans og rannsóknaráhersla er á vistvæna hönnun og vistvænt burðarvirki. Hann hefur setið í ráðgjafanefnd American Solar Energy Society. Rannsóknir hans og hönnunarstúdíó hafa verið birt og sýnd á ráðstefnum International Solar Energy Society og á ársfundi US Green Building Council. Gregory hefur fengið fjölda verðlauna fyrir hönnun sína einkum á sviði vistvæns arkitektúrs og hefur undanfarið unnið að því að þróa samstarfsvettfang milli arkitekta og verkfræðinga um samþættar hönnunarrannsóknir.

Gregory D. Thomson heldur fyrirlesturinn í boði hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.