Fyrirlestrar

Gestagangur LHÍ | Fraser Muggeridge



Miðvikudaginn 2. desember kl. 12:15 heldur Fraser Muggeridge erindið Emotion of Typography í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI, í Þverholti 11, fyrirlestrasal A.

Fraser Muggeridge studio er grafísk hönnunarstofa staðsett í Clerkenwell í London. Stofan setur sköpunarverk myndlistarmanna og rithöfunda í forgrunn fremur en að þröngva á verkin eigin stíl. Þetta á við um öll verk stofunnar, listaverkabækur, sýningaskrár, veggspjöld, kort og boðskort. Til þess að leyfa myndum og texta að halda eigin tilgangi og áhrifum nálgast þau hvert verkefni með því að velja leturgerðir, liti, uppröðun, pappírsgerð og hlutföll sem hæfa efninu og auka aðdráttarafl þess.

Fraser kennir við námsbraut í bókahönnun á MA stigi við Reading háskóla og námsbraut í grafískri hönnun á BA stigi við Camberwell College of Arts í London. Hann stofnaði Typography Summer School árið 2010 en skólinn er rekinn í London og New York.

Fraser er gestakennari námsbrautar í grafískri hönnun við Listaháskólann.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

pleasedonotbend.co.uk
typographysummerschool.org