Rýmið á milli bygginga – 3 ný borgarrými
Hvernig hönnum við borgir sem eru bæði góðar til búsetu og leggja sitt af mörkum til að leysa þær áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir á 21. öldinni?
Með vísan í þrjú ný borgarrými mun prófessorinn og landslagsarkitektinn Stig L. Andersson lýsa því hvernig hægt er að takast á við áskoranir eins og sjálfbæra þróun, vandamál með rými, vaxandi vinsældir þéttbýlis og loftlagsbreytingar með fókus á hið opinbera rými og rýmið á milli bygginga – borgarrýmið.
SLA er ein af fremstu teiknistofum í Evrópu sem sérhæfir sig í þróun borga, hönnun á þéttbýli og landslagsarkitektúr. SLA hefur margra ára reynslu af hönnun aðlaðandi og nothæfra borga og borgarrýma í allri Evrópu. SLA vinnur bæði með raunverulega hönnun og flóknar heildaráætlanir með sérstökum fókus á sjálfbærni, skynræna upplifun og virði útivistarsvæðis.
sla.dk
nordice.is
fila.is