Fyrirlestrar

Ferðamannastaðir 360° – málþing 10. nóvemberArkitektafélag Íslands og Félag íslenskra landslagsarkitekta standa fyrir málþingi um ferðamannastaði 10. nóvember næstkomandi. Á málþinginu verða ferðamannastaðir skoðaðir frá sjónarhorni m.a. hönnuða, fræðslufulltrúa, verkefnastjóra, leiðsögumanns, ferðamanns og bæjarstjóra.

Þátttökugjald á málþingið er 7.000 kr og fer skráning fram á Tix.is

Með málþinginu vilja félögin hvetja til umræðu um hönnun ferðamannastaða í víðu samhengi allt frá lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn, stefnumótunar sveitarfélaga, reynslu leiðsögumanna ásamt skipulagi og hönnun ferðamannastaða.

Wieteke Nijkrake, arkitekt, og Jorrit Noordhuizen, landslagsarkitekt, sem koma frá Hollandi flytja erindi á málþinginu um verkefni sem unnið var í samstarfið við Skaftárhrepp og Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins var að þróa aðferðir við sjálfbæra nýtingu lands með áherslu á varðveislu og framþróun vistkerfa, hagkerfis og menningar bæði fyrir svæðið í dag og komandi kynslóðir. Verkefnið er hægt að nýta sem innlegg í umræðuna fyrir stefnumótun skipulagsáætlana í ferðaþjónustu á Íslandi. Erindi þeirra verður flutt á ensku.

Auk Wieteke Nijkrake og Jorrit Noordhuizen munu eftirtaldir aðilar flytja erindi á málþinginu:

Frá sjónarhorni þjóðgarðsins

  • Einar Ásgeir Sæmundsen, landslagsarkitekt og fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum, sem mun fjalla um hönnun og skipulag í þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Frá sjónarhorni leiðsögumannsins

  • Vilborg Halldórsdóttir, leiðsögumaður og ber erindi hennar yfirskriftina: Klósett og göngustígar.

Frá sjónarhorni laganna

  • Örn Þór Halldórsson, arkitekt og verkefnastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fjallar hann um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn.

Frá sjónarhorni hönnuðarins

  • Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi og ber erindið hans yfirskriftina: Göngum lengra.

Frá sjónarhorni sveitarstjórnarmannsins

  • Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, og fjallar hann um Reykjanes UNESCO Geopark. Samstarf sveitarfélaga og annarra hagaðila um stefnumótun og uppbyggingu ferðamannastaða.

Frá sjónarhorni ferðamannsins

  • Lemke Meijer ferðamaður og fjallar hún um upplifun sína af ferðalögum um Ísland. Erindið verður flutt á ensku.

Frá sjónarhorni hönnuðarins

  • Dagur Eggertsson, arkitekt, og mun hann fjalla um nýleg verkefni Rintala Eggertsson Architects sem unnin hafa verið í Noregi.
  • Hannes & Smári, frumkvöðlar.

(Birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á dagskrá.)


Fundarstjóri verður Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður.

 
Málþingið verður haldið í sal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík og hefst klukkan 13:00 og lýkur um klukkan 17:00.