Fyrirlestrar

Gnægðarframtakið | fyrirlestur


                                                                                                                                                              

Prófessor Ludger Hovedstadt og Dr. Vera Buhlmann frá ETH arkitektaskólanum í Zurich (Eidgenössische Techische Hochschule) munu halda fyrirlestur og efna til samræðna um orku og gnægðarframtakið í samfélagi nútímans í fyrirlestrarsal Listaháskóla Íslands Laugarnesvegi 91, mánudaginn 22. mars kl.17:00.

Þau eru stödd á Íslandi vikuna 21.-27.mars ásamt hópi nemenda frá ETH skólanum og er heimsókn þeirra hluti af vinnu vegna rannsóknarverkefnisins “the Abundance Initiative”. Þau munu hitta fjölda aðila innan háskólasamfélagsins, stjórnsýslunnar og atvinnulífsins meðan á dvölinni stendur.

Fyrirlesturinn og málstofan ber yfirskriftina “Energy beyond Scarcity - Iceland as a case study” og fjallar um rannsóknir Hovestadts og Buhlmanns á framtíð stafrænnar orku sem og þá innviði sem henni eru nauðsynlegir.

Fyrirlesturinn og málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.

Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.