Fyrirlestrar

Fyrirlestraröð | Um lækningamátt hljóða og vindmyllur fyrir íslenskar aðsæður



Fyrirlestraröð Toppstöðvarinnar 2012 - 2013. Toppstöðin, orkuver verkþekkingar og hugvits, heldur opna fyrirlestra fyrsta laugardag í hverjum mánuði í vetur frá kl. 11-13. Toppfólk stöðvarinnar mun kynna hugmyndafræði verka sinna, vinnuferli og áskoranir á opnum fyrirlestrum sem fram fara í mælaherbergi Toppstöðvarinnar í Elliðaárdal fyrir áhugasama. Umræður í kjölfarið og léttar veitingar í boði.

Næstkomandi laugardag, 1. desember ríður Alexander Schwarz á vaðið og kynnir okkur fyrir lækningamætti hljóða, Sound Healing. Sæþór Ásgeirsson verkfræðingur fylgir í kjölfarið með fyrirlestur sinn um vindmyllur fyrir íslenskar aðstæður, IceWind, og vindorku á Íslandi. Fyrirlestur Alexanders fer fram á ensku en Sæþórs á íslensku.

Toppstöðin, Rafstöðvarvegur 4, 110 Reykjavík.

Nánari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu Toppstöðvarinnar, hér.