Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar, þann 24. október munu fjórir „Creative Directors“ af stórum auglýsingastofum hér í borg segja frá því hvernig sé að starfa í breyttum heimi miðlunar. Þeir Einar Örn á Íslensku Auglýsingastofunni, Jari á Brandenburg, Jónsi á EnnEmm og Viggó á JL munu fjalla um hvernig þeir beita nýjum leiðum og segja frá verkefnum.
Einar Örn Sigurdórsson hefur stýrt hugmynda og hönnunarsviði Íslensku Auglýsingastofunnar síðan árið 2007. Áður starfaði hann í fjórtán ár í Boston og New York, síðast hjá DDB í New York. Meðal vörumerkja sem Einar hefur unnið við má nefna Budweiser, Pepsi, VW of America, Icelandair, Flugfélag Íslands og Boston Red Sox.
Jón Ari Helgason er grafískur hönnuður að mennt og starfaði sem Art Director á Fíton frá 1997-2011. Hann er í dag Creative Director og einn stofnenda og eiganda Auglýsingastofunnar Brandenburg.
Jón Árnason er Creative Director á EnnEmm og hefur tæplega 20 ára reynslu í auglýsingageiranum sem hugmyndasmiður, Art Director og Creative Director. Auk EnnEmm hefur Jón starfað á Góðu Fólki, Jónsson & Le´Macks, Íslensku auglýsingastofunni og Bozell, New York. Jón hefur setið í stjórn FÍT og sinnt dómnefndarstörfum fyrir AAÁ (lúðurinn), Scandinavian Advertising Awards og Cresta International Advertising Awards. Jón lærði grafíska hönnun og listræna stjórnun í Atlanta College of Art í Bandaríkjunum.
Viggó Örn Jónsson hefur starfað á Jónsson & Lemacks í 10 ár og er annar stofnenda stofunnar. Hann var áður starfsmaður á Íslensku auglýsingastofunni, Góðu Fólki og starfaði freelance í London. Viggó er jafnframt einn stofnenda Plain vanilla leikjafyrirtækisins.
Fyrirlesturinn fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 24. október kl. 20.
Viðburðurinn á Facebook.
Hönnunarmiðstöð stendur fyrir fyrirlestrum einu sinni í mánuði yfir veturna í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Listasafn Reykjavíkur. Fyrirlestrarnir fara fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á fimmtudögum kl. 20. Á fyrirlestrunum kynna hönnuðir og arkitektar verkefnin sín. Þá eru einnig tekin fyrir málefni líðandi stundar, er varða hönnuði og arkitekta. Allir velkomnir.
Mynd: Brandenburg fyrir Krabbameinsfélagið, Bleika Slaufan 2013.