Fyrirlestrar

Fundarröð um vöruþróun



Nýsköpunarmiðstöð Íslands og DOKKAN halda fjóra fundi um vöruþróun. Markmiðið með fundunum er að deila reynslu og sögum af vel heppnuðum aðgerðum og breytingum á sviði vöruþróunar og hvetja þannig fleiri starfandi fyrirtæki til markvissra framkvæmda á þessu sviði. Annar fundurinn í röðinni verður haldinn miðvikudaginn 6. nóvember kl. 8:30-10.

Dagsetning: miðvikudagur, 6. nóvember 2013 - miðvikudagur, 6. nóvember 2013
Klukkan: 08:30 - 10:00
Staður: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 8 (Austurholt), 112 Reykjavík

Annar fundur í fundaröð um vöruþróun verður haldinn 6. nóvember frá kl. 8:30 – 10:00. Helsta umræðuefnið verður stefnumótun á sviði nýsköpunar og vöruþróunar í starfandi fyrirtækjum.
* Hvað ræður úrslitum um árangur?
* Hvernig leiðir nýsköpun til bættrar samkeppnisstöðu?
* Hvaða aðferðafræði er hægt að beita?

Framsögumenn eru Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Skyggnis og Sigurður Steingrímsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Ókeypis aðgangur - allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig!

Skráning á nmi.is eða hér

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Dokkan halda fjóra fundi um vöruþróun á haustönn 2013 undir yfirskriftinni: Vöruþróun – umbreyting starfandi fyrirtækja. Markmið með fundunum er að deila reynslu og sögum af vel heppnuðum aðgerðum og breytingum á sviði vöruþróunar og hvetja þannig fleiri starfandi fyrirtæki til markvissra framkvæmda á þessu sviði.