Fyrirlestrar

SmallTalks | Genki & Gola – því framtíðin er núna!


Mynd: Stúdíó Fræ fyrir viðtal Genki Instruments í tímaritinu HA.

SmallTalks, fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, hefur sinn gang á ný fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20:00, í IÐNÓ.

Fyrsti fyrirlestur vetrarins fjallar um hönnunar- og nýsköpunarverkefnin Genki & Gola þar sem Jón Helgi Hólmgeirsson, yfirhönnuður Genki Instruments, og Shui Yi, samskiptahönnuður tala um sín verk.Ljósmynd: HA

Jón Helgi Hólmgeirsson & Genki Instruments

Jón Helgi hefur komið víða við frá því hann útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands 2012. Hann hefur hannað fyrir Bility, IKEA, Fólk og m.a. hlotið Red Dot verðlaun fyrir hönnun á umbúðum fyrir Norðursalt.

Jón Helgi fjallar um feril sinn sem ungur vöruhönnuður og kynnir okkur fyrir nýjasta verkefni sínu sem kallast Wave sem er þróað af tækni- og sprotafyrirtækinu Genki Instruments.

Wave er hring­ur hannaður fyr­ir tón­listar­fólk. Wave nem­ur hreyf­ing­ar hand­ar­inn­ar, snún­ing og slátt og þannig að tón­listar­fólk getur stjórnað hljóði og rafrænum hljóðfærum með ein­föld­um og sjónærnum hætti. Hljóm­sveit­in Ayia var sú fyrsta til að nota Wave á tón­leik­um á Airwaves-hátíðinni en strák­arn­ir hjá Genki sem eru 4 tals­ins hafa verið í sam­starfi við tón­listar­fólk við út­færsl­una.
Ljósmynd: Magnús Elvar Jónsson

Shu Yi & Gola


Shu Yi er samskiptahönnuður (communication designer) og listamaður frá Peking í Kína. Hún menntaði sig og starfaði í Kína, Bretlandi en lauk meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands árið 2016.

Shu segir frá nýjasta verkefni sínu Gola sem sýnir í rauntíma upplýsingar um veðurspá um allan heim. Markmið Shu er að nýta lögmál sjónrænnar miðlunar til að samþætta upplýsingar og umhverfi og þannig draga úr streitu og kvíða. Gola hlaut Red Dot verðlaunin í ár en þau eru virtustu hönnunarverðlaun heims.

Bæði verkefnin hlutu styrk úr Hönnunarsjóði Íslands.

SmallTalks er fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem haldin verður í IÐNÓ í vetur. Markmiðið er að halda uppi líflegri umræðu um það sem helst er að gerast á sviði hönnunar og arkitektúrs, hönnuðir og arkitektar fjalla um verkefni sín og málefni líðandi stundar eru tekin fyrir.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!