Fyrirlestrar

Mánudagsspjall og spekúlasjónir | Verkefnið Borg fyrir fólk



Menningarmiðstöðin Gerðuberg
Mánudaginn 22. október kl. 20
Umsjón: Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar og Sigbjörn Kjartansson, arkitekt

Ólöf Örvarsdóttir og Sigbjörn Kjartansson fjalla um nýtt hverfisskipulag fyrir borgina þar sem lögð verður áhersla á sjálfbæra þróun eins og vistvænar samgöngur og nærþjónustu. Hverfisskipulag er hugsað sem sáttmáli milli borgarbúa og borgaryfirvalda um það hvernig hverfið skal þróast til framtíðar og á því munu framkvæmda- og fjárfestingaráætlanir byggjast. Þátttaka íbúa er grundvallaratriði við gerð sáttmálans.

Fjallað verður um stóru myndina í aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 en yfirskriftin þar er m.a. borg fyrir fólk. En nú í október verður auglýst eftir þverfaglegum hönnunarteymum til þess að hefja undirbúning hverfisskipulagsgerðar í átta hverfum borgarinnar og eru það tíðindi í þróunarsögu hennar.

Mánudagsspjall og spekúlasjónir er ný viðburðaröð hjá Menningarmiðstöð sem unnin er í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts. Á haustmisseri er lögð áhersla á skipulags- og umhverfismál borgarinnar. Hér skapast nýr vettvangur til að bera upp hugmyndir, ræða málin og vekja athygli á því sem vel er gert eða betur má fara. Spjallið fer fram í kaffihúsi Gerðubergs þar sem gestir geta keypt kaffi og með því og átt fróðlega og notalega stund síðasta mánudagskvöldið í hverjum mánuði.

Ókeypis aðgangur!
Mánudagsspjall og spekúlasjónir, dagskrá á haustmisseris
Nánar um viðburðinn